Ráðherrar OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, fullyrtu í dag að nægar birgðir væru til af olíu í heiminum og að samtökin hefðu gert allt sem í þeirra valdi stæði til að halda aftur af olíuverði. Þeir leggja ennfremur til að iðnríkin lækki skatta á olíu og bensín ef þau vilji koma til móts við þegna sína sem kvarta yfir háu eldsneytisverði. Leiðtogafundur OPEC-ríkjanna hefst síðdegis í Caracas í Venesúela og er það í annað skipti í 40 ára sögu samtakanna sem slíkur fundur er haldinn.