53,1% danskra kjósenda hafnar evrunni

Góð þátttaka var í kosningunum um evruna í Danmörku í …
Góð þátttaka var í kosningunum um evruna í Danmörku í dag. Hér er sturtað úr einum af kjörkössunum fyrir talningu. AP

Þegar um 99% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild Danmerkur að evrópska myntbandalaginu höfðu verið talin var orðið fullljóst að verulegur meirihluti kjósenda, eða 53,1%, hefði hafnað evrunni, en 46,9% greitt atkvæði með aðild. Samtals greiddu 3.498.455 manns atkvæði, 3.999.706 höfðu atkvæðisrétt, og kjörsókn var því um 87,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert