75 lík hafa fundist eftir ferjuslys í Grikklandi

Fórnarlamba ferjuslyssins er minnst á Paros í Grikklandi í dag.
Fórnarlamba ferjuslyssins er minnst á Paros í Grikklandi í dag. AP

Með batnandi veðri var unnt að kafa að flaki ferjunnar Express Samina úti fyrir eyjunni Paros í gríska Eyjahafinu í morgun. Lík tíu manna fundust og með því er tala látinna orðin 75 og ferjuslysið orðið það versta í sögu Grikkja. Yfirvöld segja fórnarlömbin tíu öll hafa verið farþega um borð í ferjunni sem sökk á þriðjudag með rúmlega 500 manns um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka