Mótmælaaðgerðir stjórnarandstæðinga gegn Slobodan Milosevic forseta breiddust út um Júgóslavíu í dag. Tugir þúsunda söfnuðust saman í miðborg Belgrad í kvöld til að þrýsta á að Milosevic fari frá. Skólum og opinberum fyrirtækjum var víða lokað í Serbíu í dag.
Milosevic lætur sér ekki segjast og undirbýr aðra umferð forsetakosninganna, sem eiga að fara fram eftir tvær vikur.