Mestu átök í Jerúsalem um árabil

Leiðtogar Palestínumanna hafa hvatt til allsherjarverkfalls í dag í kjölfar verstu átaka í Jerúsalem milli Ísraela og Palestínumanna í nokkur ár. Fimm Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í átökum við lögreglu í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Þá eru um 150 manns sem hafa slasast í átökunum. Í fyrstu voru sjö Palestínumenn sagðir hafa fallið en það mun ekki eiga við rök að styðjast. Einn ísraelskur lögreglumaður er sagður hafa verið skotinn til bana á Vesturbakkanum og annar slasast. Þá var ráðist að 30 lögreglumönnum með steinum og öðru lauslegu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka