Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og George W. Bush ávörpuðu bandarísku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. Þeir ræddu kosningaflækjurnar í Flórída. Al Gore stakk upp á því að þeir George W. Bush hittust til að bæta samskiptin sín á milli áður en talningu atkvæða lyki. Bush hafnaði því alfarið, en sagðist gjarnan vilja hitta hann þegar úrslit kosninganna lægju fyrir.