UNIFEM minnir á alþjóðlegan baráttudag gegn ofbeldi gagnvart konum

Merki UNIFEM.

Merki UNIFEM.
mbl.is

Ofbeldi gagnvart konum á sér stað um allan heim og oft og tíðum er ekki refsað fyrir slíka glæpi en afleiðingarnar geta teygt anga sína víða, að því er segir í yfirlýsingu frá Þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, UNIFEM. Fyrir tveimur árum samþykkti allsherjarþing SÞ að gera 25. nóvember að alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum. Dagurinn var valinn til að minnast þess að 25. nóvember 1961 voru þrjár nunnur myrtar í Dóminíska lýðveldinu.

UNIFEM stendur fyrir herferð gegn ofbeldi gagnvart konum og hefst hún á morgun og stendur í sextán daga. Í yfirlýsingu undirritaðri af Noeleen Heyzer, framkvæmdastjóra UNIFEM, segir að það sem átt hefur sér stað í Afganistan sýni fram á að háttalag þjóðar eða samfélags gagnvart konum og mannréttindum sé ein besta vísbendingin um virðingu þess fyrir alþjóðlegum viðmiðunum. Baráttan gegn ofbeldi gagnvart konum hefst á morgun og lýkur henni 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Heyzer segir í yfirlýsingu sinni að athyglisvert sé hvernig baráttusamtök gegn ofbeldi gagnvart konum hafa tekið höndum saman án tillits til þjóðernis, kynþáttar og stéttar. „Ofbeldi gagnvart konum er alþjóðlegt og baráttan gegn því kallar á hvert og eitt okkar."
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert