Frakkar hafa framselt til Ítalíu fyrrum félaga í hryðjuverkasamtökunum Rauðu herdeildunum. Maðurinn, sem heitir Paolo Persichetti, var dæmdur fjarverandi fyrir morð á tveimur ítölskum embættismönnum á níunda áratug síðustu aldar.
Persichetti er fertugur að aldri og hefur verið eftirlýstur frá árinu 1992. Hann var handtekinn í gær í úthverfi Parísar og umsvifalaust framseldur til Ítalíu.