Ísraelsmenn gera loftárás á Gasaborg

Að minnsta kosti þrír Palestínumenn létu lífið og 25 særðust þegar flugskeyti var skotið úr ísraelskri F16 orrustuþotu á hús í miðborg Gasaborgar. Konur og börn voru meðal þeirra sem særðust og segja starfsmenn sjúkrahúsa í borginni að nokkrir þeirra séu í lífshættu.

Sjónarvottar segja að ísraelskar herflugvélar virðist hafa ætlað að ráðast á bíl en skotið á húsið í staðinn. Ekki er ljóst hver átti húsið sem eyðilagt var.

Árásin var gerð á Zeitoun-hverfið í borginni en þar búa margir stuðningsmenn Hamas-samtakanna. Þau samtök bera ábyrgð á mörgun sjálfsmorðsárásum á Ísraelsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert