Razali Ismail, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Burma, hitti Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í morgun og segir hann hana vera vel á sig komna, létta í lund og við góða heilsu. Ismail fékk leyfi herforingjastjórnarinnar í landinu til að hitta Suu Kyi, sem hefur verið í stofufangelsi í rúma viku, eftir að hann átti fund með herforingjunum Maung Aye og Khin Nyunt í gær.