Studabaker vísað frá Þýskalandi á fimmtudag

Banda­ríska fyrr­um her­mann­in­um Toby Stu­da­ba­ker, sem á yfir höfði sér ákæru fyr­ir að nema 12 ára gamla breska stúlku á brott og fara með henni til Frakk­lands, verður vísað frá Þýskalandi á fimmtu­dag­inn og hann flutt­ur til Bret­lands þar sem réttað verður yfir hon­um, að sögn Ger­not Broschat, sak­sókn­ara í Frankfurt þar sem Stu­da­ba­ker hef­ur verið í haldi síðan hann var hand­tek­inn 16. júlí.

Munu bresk yf­ir­völd senda lög­reglu­menn til Frankfurt og þeir fylgja Stu­da­ba­ker til Bret­lands. Sak­born­ing­ur­inn hafði ekki uppi mót­mæli þegar þýsk­ur dóm­ari úr­sk­urðaði um vís­un hans úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert