Bandaríska fyrrum hermanninum Toby Studabaker, sem á yfir höfði sér ákæru fyrir að nema 12 ára gamla breska stúlku á brott og fara með henni til Frakklands, verður vísað frá Þýskalandi á fimmtudaginn og hann fluttur til Bretlands þar sem réttað verður yfir honum, að sögn Gernot Broschat, saksóknara í Frankfurt þar sem Studabaker hefur verið í haldi síðan hann var handtekinn 16. júlí.
Munu bresk yfirvöld senda lögreglumenn til Frankfurt og þeir fylgja Studabaker til Bretlands. Sakborningurinn hafði ekki uppi mótmæli þegar þýskur dómari úrskurðaði um vísun hans úr landi.