Heilbrigðisyfirvöld í Singapúr staðfestu í dag að niðurstöður rannsóknar á sjúklingi í borginni bentu til þess að hann væri með bráðalungnabólgu en þess sjúkdóms hefur ekki orðið vart frá því snemma í sumar. Bey Mui Leng, talsmaður heilbirgðisráðuneytis Singapúr, sagði að ákveðið hefði verið að gera aðra rannsókn á manninum í dag.
Bráðalungnabólgu varð síðast vart í Singapúr í byrjun maí en borgríkið hefur verið á varðbergi gagnvart hugsanlegum nýjum faraldri. Alls létust 33 og 328 veiktust.