Nýtt tilfelli bráðalungnabólgu í Hong Kong

Óttast er að 34 ára gömul kona í Hong Kong sé haldin bráðalungnabólgu (HABL) og hefu rhún verið sett í einangrun þar sem hún verður rannsökuð nánar.

HABL hefur kostað meira en 900 mannslíf í heiminum frá því að veikinnar varð fyrst vart á síðasta ári en rúmlega 8.000 tilfelli hafa greinst. Konan sem veiktist hefur ekki ferðast til staða þar sem flest tilfelli hafa greinst hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert