Suu Kyi í umfangsmikilli skurðaðgerð

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, í Búrma hefur gengist undir umfangsmikla skurðaðgerð, að því er læknir hennar greindi frá í dag. Tin Myo Win læknir segir að líðan Suu Kyi, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, sé stöðug. Aðgerðin hófst kl. 5 í morgun að íslenskum tíma og stóð yfir í þrjár klukkustundir.

„Líðan hennar er stöðug og hún er 100% í lagi,“ sagði Tin Myo Win við blaðamenn í morgun. „Hún talar. Henni verður haldið hér í einhverja daga.“

Fyrr í vikunni fór Suu Kyi í aðgerð á kvensjúkdómadeild einkarekins sjúkrahúss. Hún hefur verið í stofufangelsi herforingjastjórnarinnar á Búrma frá því í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert