Ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir nýjan lungnabólgufaraldur

Fólk í Kína og víðar í Asíu hefur sett á …
Fólk í Kína og víðar í Asíu hefur sett á ný upp öndunargrímur vegna frétta um að bráðalungnabólga hafi skotið upp kollinum á ný. Myndin er af konu í Peking í morgun. AP

Heilbrigðisyfirvöld í Taívan leita nú að fimm erlendum farþegum er voru í sömu flugvél og maður, sem greinst hefur með bráðalungnabólgu. Maðurinn starfar á rannsóknastofu á Taívan og virðist hafa komist þar í snertingu við veiruna sem veldur sjúkdómnum. Hann fór í kjölfarið á læknaráðstefnu í Singapúr, en þegar hann kom heim aftur veiktist hann. Stjórnvöld í Singapúr settu í gær um 70 manns, sem átt höfðu samskipti við Taívanbúann, í einangrun, og stjórnvöld á Taívan fylgjast nú með fólki sem maðurinn átti samskipti við dagana áður en hann veiktist.

Sóttvarnaskrifstofa Taívans segir að haft hafi verið samband við 13 Taívanbúa, sem sátu nálægt manninum í flugvél á leið frá Singapúr til Taívans, og þeir beðnir að leita samstundis læknis ef þeir fái hita eða önnur sjúkdómseinkenni. Enn er leitað að fimm erlendum ríkisborgurum, þremur Bandaríkjamönnum, einum Japana og einum Singapúrbúa, sem sátu nálægt manninum.

Óttast er að nýr bráðalungnabólgufaraldur kunni að brjótast út í Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka