Sérfræðingar WHO til Kína vegna nýs lungnabólgutilfellis

Öndunargrímur til varnar bráðalungnabólgu sjást nú að nýju á götum …
Öndunargrímur til varnar bráðalungnabólgu sjást nú að nýju á götum Peking, höfuðborgar Kína. AP

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, komu í morgun til Peking í Kína til að fara yfir rannsóknir á sýnum úr manni, sem talinn er hafa veikst af bráðalungnabólgu. Annar hópur sérfræðinga á vegum WHO fór til borgarinnar Guangzhou þar sem maðurinn liggur á sjúkrahúsi.

Kínverjar tilkynntu á laugardag að grunur léki á að 32 ára gamall maður í Guangzhou hefði tekið veikina en rannsóknir höfðu þó ekki staðfest það. Maðurinn, sem sagður er vera blaðamaður að nafni Luo, fékk hita 16. desember og var lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu 20. desember.

Alls fengu 5327 manns bráðalungnabólgu í Kína en veikinnar varð fyrst vart í Guangdognhéraði í nóvember á síðasta ári. 349 létust í Kína en alls létust 774 af völdum veikinnar í heiminum öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka