Kínverjar áforma slátrun deskatta

Starfsmaður villidýramarkaðar í Guangdong með deskött í búri í dag. …
Starfsmaður villidýramarkaðar í Guangdong með deskött í búri í dag. Dýrin þykja lostæti í Kína. AP

Kínversk yfirvöld áforma að slátra þúsundum deskatta vegna gruns um að tengsl séu milli þeirra og nýs tilfellis bráðalungnabólgu sem greinst hefur í héraðinu Guangdong í suðurhluta Kína.

Staðfest hefur verið að 32 ára maður í Guangdong sé með einkenni hinnar alvarlegu lungnabólgu (habl) en það er fyrsta tilfelli veikinnar sem vart verður í rúmt hálft ár.

Deskettir - öðru nafni þefkettir - eru vinsæl fæða í Guangdong en nú hefur verið fyrirskipað að loka mörkuðum þar með villt dýr. Rannsóknir í Hong Kong hafa leitt í ljós mikinn skyldleika með veirunni sem maðurinn er sýktur af og veiru í desköttum í Kína.

Alls létust 349 af völdum habl-veikinnar í Kína í fyrra.

mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka