Nýtt bráðalungnabólgutilfelli í Kína

Tvítug þjónustustúlka í héraðinu Guangdong í Suður-Kína hefur greinst með bráðalungnabólgu (habl) og er hún í einangrun á sjúkrahúsi, að sögn fréttastofunnar Xinhua.

Er konan annar einstaklingurinn sem greinist með veikina á hálfu ári en sá fyrsti var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir að hafa náð sér að fullu.

Í Hong Kong eru þrír sjónvarpsblaðamenn sem nýlega voru á ferð í suðurhluta Kína til rannsóknar vegna gruns um habl-sýkingu. Heimsóttu þeir m.a. markað fyrir villt dýr og sjúkrahúsið sem habl-sjúklingur lá á yfir jólin, en þeir voru þá að vinna að frétt um veikina.

Kona á Filippseyjum sem talin var haldin veikinni reyndist það ekki, að því er rannsóknir hafa leitt í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka