Grunur um nýtt lungnabólgutilfelli í Kína

Talið er að 35 ára gamall karlmaður í Guangdong héraði í Kína hafi fengið bráðalungnabólgu og hefur hann verið settur í einangrun á sjúkrahúsi. Staðfest hefur verið að 32 ára gamall sjónvarpsþáttaframleiðandi frá sama héraði fékk veikina í lok síðasta árs og hann var í nærri þrjár vikur á sjúkrahúsi en hefur nú verið útskrifaður. Tvítug þjónustustúlka hefur einnig verið lögð á sjúkrahús, vegna gruns um að hún hafi fengið bráðalungnabólgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka