Grunur um bráðalungnabólgu í Ástralíu

Vegfarendur í Peking varaðir við bráðalungnabólgunni
Vegfarendur í Peking varaðir við bráðalungnabólgunni mbl.is

Grunur leikur á að bráðalungnabólga sé komin upp í Ástralíu, en tvær flugfreyjur gangast nú undir rannsókn á Vincent sjúkrahúsinu í Sydney til að kanna hvort þær séu haldnar sjúkdómnum.

Flugfreyjurnar flugu nýverið til Kína og fengu þá sjúkdómseinkenni er minna á bráðalungnabólgu. Þar má nefna öndunarerfiðleika, útbrot og hita.

Morris Iemma, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að flugfreyjurnar hafi verið einangraðar í varúðarskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka