Hundruð starfsmanna breska útvarpsins, BBC, efndu til mótmæla í dag vegna afsagnar Greg Dyke útvarpsstjóra en hann fór að fordæmi stjórnarformannsins Gavyn Davies sem sagði af sér í gær vegna niðurstöðu rannsóknar Hutton-nefndarinnar þar sem fundið var að ritstjórnarstefnu stofnunarinnar.
Um 400 blaðamenn, tæknimenn og annað starfsfólk BBC mótmælti brottför Dyke við höfuðstöðvar Hundreds of BBC í London. Samskonar mótmæli fóru fram við skrifstofur svæðisstöðvanna í Cardiff, Manchester, Belfast og Glasgow, að sögn rásar fjögur hjá útvarpi BBC.
„Þetta er ekki verkfall heldur stuðningsyfirlýsing við Dyke," sagði talsmaður BBC en mótmælafólkið lýsti hryggð sinni með að hann væri á förum.
Fjöldi stéttarfélaga starfsmanna í þjónustu BBC áforma mótmæli um land allt í næstu helgi. Tilgangurinn er að standa vörð um sjálfstæði stærstu fréttastöðvar heims, að sögn bresku fréttastofunnar Press Association.