Gilligan segir af sér

Andrew Gilligan kemur til vinnu hjá BBC í fyrradag.
Andrew Gilligan kemur til vinnu hjá BBC í fyrradag. AP

Andrew Gilligan, fréttamaður BBC-sjónvarpsins sem flutti umdeilda frétt um skýrslu bresku stjórnarinnar um hættuna af meintum gereyðingarvopnum Íraka, hefur sagt af sér. Umfjöllun hans hlaut harða gagnrýni Hutton-nefndarinnar.

Útvarpsfrétt Gilligans varð kveikjan að hatrömmum deilum milli BBC og bresku stjórnarinnar og undanfari sjálfsmorðs David Kelly sem var sérfræðingur stjórnarinnar um írösk hergagnamál.

Í yfirlýsingu um afsögn sína sem hann sendi bresku fréttaþjónustunni Press Association í kvöld gengst Gilligan við því að hlutar fréttar hans frá 29. maí í fyrra - þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin hafi „ýkt“ þann hluta skýrslunnar sem fjallað um hættuna af vopnum Íraka - hafi verið röng.

„Ég biðst afsökunar á þessu, brottför mín frá BBC er að eigin frumkvæði. Stofnunin í heild hefur verið fórnarlamb alvarlegs óréttis," sagði Gilligan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert