Aung San Suu Kyi leyst úr stofufangelsi

Aung San Suu Kyi træðir við stuðningsmenn sína í maí …
Aung San Suu Kyi træðir við stuðningsmenn sína í maí 2002 þegar henni hafði verið sleppt úr stofu fangelsi í Yangon í Myanmar. Á laugardag voru höfuðstöðvar flokks Suu Kyi opnaðar aftur með leyfi herstjórnarinnar í landinu næstum ári eftir að þeim var lokað með hervaldi. AP

Þær fréttir berast frá stjórnarandstæðingum í Myanmar að vonir séu bundnar við að leiðtogi þeirra, frú Aung San Suu Kyi, verði leyst úr stofufangelsi eftir einn eða tvo sólarhringa. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna mörg undanfarin ár. Mikill þrýstingur hefur verið á herstjórnina í Myanmar að láta Suu Kyi lausa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert