Grunur leikur á að tvö ný tilfelli bráðalungnabólgu, HABL, séu komin upp í Kína, annað í höfuðborginni Peking og hitt í Anhui-héraði í austurhluta landsins. Margir mánuðir eru síðan lungnabólgunnar varð vart á þessum svæðum.
Sjúklingurinn í Peking, tvítug hjúkrunarkona, hefur verið sett í sóttkví á sjúkrahúsi og er undir eftirliti sérfræðinga úr heilbrigðisráðuneytinu. Hún var lögð inn á sjúkrahús 5. apríl sl. en það var ekki fyrr en í dag sem yfirvöld lýstu yfir grunsemdum sínum um að konan væri haldin bráðalungnabólgu.
Hinn sjúklingurinn er í Anhui, kínverska hluta Hong Kong.