Tvö ný bráðalungnabólgutilfelli í Kína

Kínversk stjórnvöld staðfestu í morgun, að tvö ný tilfelli af bráðalungnabólgu hefðu komið upp í þessari viku og einnig léki grunur á að tveir til viðbótar hefðu smitast af sjúkdómnum. Að sögn fréttastofunnar Xinhua komu tilfellin upp í Peking og í Anhui-héraði.

Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa sett að minnsta kosti fimm manns til viðbótar í einangrun og fylgjast með tugum manna til viðbótar.

Bráðalungnabólga kom fyrst upp á síðasta ári og létust þá 774 um heim allan, þar af 349 í Kína og yfir 8 þúsund veiktust. Kínversk stjórnvöld segjast mun betur í stakk búinn nú en þá til að bregðast við nýjum faraldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert