Fleiri greinast með bráðalungnabólgu í Kína

Fólk í Kína og víðar í Asíu hefur sett á …
Fólk í Kína og víðar í Asíu hefur sett á ný upp öndunargrímur vegna frétta um að bráðalungnabólga hafi skotið upp kollinum á ný. AP

Yfirvöld í Kína skýrðu frá því í morgun að fjórir menn hafi greinst með bráðalungnabólgu í Peking og Anhui-héraði í austurhluta landsins. Áður höfðu þrír greinst sýktir af veirunni, tvítug hjúkrunarkona, sem er látin og tveir menn sem smituðust á rannsóknarstofu. Margir mánuðir eru síðan lungnabólgunnar varð vart á þessum svæðum.

Bráðalungnabólga kom fyrst upp á síðasta ári og þá létust 774 um heim allan, þar af 349 í Kína og yfir 8 þúsund veiktust. Kínversk stjórnvöld segjast mun betur í stakk búinn nú en þá til að bregðast við nýjum faraldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert