Heilbrigðisráðuneyti Kínverja hefur tilkynnt að grunur leiki á að nýtt tilfelli bráðalungnabólgu (HABL) hafi greinst í Peking, höfuðborg landsins. Grunuð bráðalungnabólgutilfelli í landinu er nú sjö talsins. Í nýjasta tilfellinu er um að ræða 49 ára gamla konu, sem er læknir á eftirlaunum, að því er ráðuneytið segir.
Sex sjúklinganna sem taldir eru hafa bráðalungnabólgu eru í Peking, en einn í Anhui héraði, í austurhluta Kína.