Grunur um tvö HABL-smit á rökum reistur

Mikil ferðahelgi er framundan hjá Kínverjum í tilfefni hátíðarhaldanna 1. …
Mikil ferðahelgi er framundan hjá Kínverjum í tilfefni hátíðarhaldanna 1. maí en óttast er að bráðalungnabólgan eigi eftir að breiðast enn frekar út vegna þess. Myndin er tekin á Torgi hins himneska friðar í dag. AP

Kínversk yfirvöld greindu frá því í dag að grunsemdir um tvö tilfelli bráðalungnabólgu hefðu verið á rökum reistar. Þá hafa fjögur tilfelli sjúkdómsins verið staðfest þar sem smit er rakið til tilraunastofu í Peking og leikur grunur á um að fimm manneskjur til viðbótar séu smitaðar.

Móðir 31 árs smitaðrar hjúkrunarkonu og frænka hennar eru nýjustu staðfestu tilvikin um bráðalungnabólgu, HABL, skv. upplýsingum kínverska heilbrigðisráðuneytisins. Önnur kvennanna er sögð lífshættulega sjúk.

Bæði kínverska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafa lagt á það áherslu að þau tilfelli sem upp hafa komið nú tengist fólki er starfar á veirustofnun í Peking.

Á síðasta ári létust 349 Kínverjar af völdum HABL og 774 í heiminum öllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka