Kínversk kona lést úr bráðalugnabólgu

Kínverska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að sjúklingur, sem lést 19. apríl í Anhui héraði í landinu hafi verið haldinn bráðalungnabólgu (HABL), eins og grunur lék á um. Konan sem lést, var móðir vísindamanns sem var sá fyrsti sem staðfest var að væri haldinn sjúkdómnum nú síðast þegar hans varð vart í Kína Um er að ræða fyrsta dauðsfall af völdum HABL í landinu á þessu ári.

Alls hafa nú fimm HABL-tilfelli greinst í Peking, höfuðborg Kína og Anhui. Grunur leikur á að fjórir til viðbótar í Peking, séu smitaðir af sjúkdómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka