Þrjú ný bráðalungnabólgutilfelli í Kína

Kínverska heilbrigðisráðuneytið skýrði frá því í dag að grunur um að þrjú sjúkdómstilfelli í landinu orsökuðust af bráðalungnabólgu (HABL), hefði reynst réttur. Alls hafa níu tilfelli bráðalungnabólgu greinst í Kína, frá því sjúkdómsins varð vart þar að nýju. Í fyrra létust um 800 manns í heiminum úr sjúkdómnum, af þeim um það bil 8.000 sem smituðust af honum.

Ekki er vitað um fleiri tilfelli í Kína þar sem um bráðalungnabólgu gæti verið að ræða, en nokkur hundruð manns sem hafa átt samskipti við þá sem nú eru smitaðir, gangast nú undir læknisrannsóknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka