Engu af starfsfólki BBC verður sagt upp í kjölfar innanhúsrannsóknar sem gerð var í tilefni rannsóknar Huttons lávarðar á aðdragandanum að dauða vopnasérfræðingsins David Kellys í fyrra. Ákveðið var að ráðast í innanhúsrannsóknina eftir að Hutton lávarður komst að þeirri niðurstöðu að frétt Andrews Gilligans, blaðamanns BBC, varðandi gereyðingavopn Íraka hefði ekki verið á rökum reist. Gilligan sagði starfi sínu lausu eftir útkomu Hutton-skýrslunnar.