Flokkur Suu Kyi sækir ekki stjórnarskrárráðstefnu

Flokkur Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna og stjórnarandstæðinga á Búrma (einnig nefnt Myanmar), lýsti því yfir í dag að hann hygðist ekki vera viðstaddur ráðstefnu í næstu viku þar sem leggja á drög að stjórnarskrá. Ástæðan er sú að herforingjastjórnin í landinu hefur neitað að verða við kröfum flokksins, m.a. um að láta friðarverðlaunahafann Suu Kyi lausa úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert