4 bandarískir hermenn féllu í bardögum í Afganistan

Fjórir bandarískir hermenn féllu í bardögum í Afganistan í gær. Þetta eru mannskæðustu átök fyrir Bandaríkjaher frá því nýjustu aðgerðir gegn talibönum og liðsmönnum al-Qaeda hófust fyrir rúmum tveimur mánuðum. Hermennirnir féllu í Zabul héraði.

Síðastliðna viku hafa bandarískar flugvélar varpað sprengjum á tvö svæði í suðurhluta landsins eftir að vígamenn réðust á hermenn þar.

Hernaðaraðgerðin Fjallastormur hófst 7. mars og miðar að því að elta uppi og handsama háttsetta vígamenn.

Zabul er 350 km suðvestur af Kabúl, höfuðborg Afganistans, og ekki langt frá landamærum Pakistans þar sem talið er að vígamenn séu í felum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert