2.000 teknir til fanga í Afganistan

Um 2.000 manns hafa verið teknir til fanga af bandarískum hermönnum eða bandamönnum þeirra í Afganistan frá því Bandaríkjaher réðist á landið síðla árs 2001. David Barno, hershöfðingi í Bandaríkjaher, segir að sumum þessara manna hafi verið sleppt. „Við erum bara með um 400 fanga víðs vegar um Afganistan í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert