Hvetur Írana til samvinnu við IAEA

Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sagði Írönum í dag að þeir ættu að einbeita sér að því að vinna með stofnuninni, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna, að lausn deilu um kjarnorkuáætlun Írans. Írönsk yfirvöld lýstu því yfir þau ætluðu að hefja auðgun úrans á ný eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum við Evrópuríki. Unnt er að nota auðgað úran við smíði kjarnorkuvopna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert