Nýr forseti tekinn við í Þýskalandi

Horst Koehler forseti þýskalands ásamt eiginkonu sinni.
Horst Koehler forseti þýskalands ásamt eiginkonu sinni. AP

Horst Koehler tók við stöðu forseta Þýskalands í dag, eftir að hafa svarið forsetaeið sinn við þýsku stjórnarskrána, segir á fréttavef BBC. Koehler er 9. eftirstríðsára forseti Þýskalands.

Í vígsluræðu sinni sagðist Koehler ætla sér að verða „opinskárri en fyrirrennarar hans. Koehler, sem er íhaldsmaður og fyrrum forstöðumaður alþjóða gjaldmiðilssjóðsins, segist fagna breytingum á efnahagslífi landsins sem Gerhard Schroeder kanslari gengst nú fyrir.

Hann sagði mikilvægt að „slíkar breytingar héldu áfram og að stjórnvöld yrðu að hafa hugrekki til að framkvæma þær, jafnvel þó það væri óvinsælt.“ „Þýskaland er enn stærsta efnahagssvæði Evrópu en hefur verið fast í mikilli kyrrstöðu síðastliðin 3. ár,“ bætti Koehler við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert