Hegðun Saddams fyrir dómi mikið rædd í bandarískum fjölmiðlum

Saddam Hussein, fyrrum leiðtogi Íraks, leiddur í járnum inn í …
Saddam Hussein, fyrrum leiðtogi Íraks, leiddur í járnum inn í dómsal í höll í úthverfi Bagdad í dag. AP

Bandarískir fjölmiðlar voru í dag sneisafullir af fréttum um hegðun Saddams Hussein, fyrrum Íraksleiðtoga, fyrir dómi í gær. Þótti Saddam þvermóðskufullur í dómsal og ekki sýna merki iðrunar. Sjö ákæruatriði voru lögð fram gegn Saddam í gær. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa framið fjöldamorð á Kúrdum og sjítum og fyrir innrásina í Kúveit.

Saddam sýndi engin merki iðrunar. Hann réttlætt innrásina í Kúveit, neitaði að undirrita dómskjöl og sagði að Bush, Bandaríkjaforseti, væri hinn raunverulegi þorpari.

„Þvermóðskufullur Saddam hlýðir á ákæruatriði fyrir dómi“ sagði í Washington Post. Þar voru jafnframt eftirfarandi ummæli Saddams feitletruð: „Ég er Saddam Hussein, forseti íraska lýðveldisins,“ og „Allir vita að þetta er leikhús glæpamannsins Bush og hluti af tilraun hans til að vinna forsetakosningar.“

Jafnframt var fjallað um ummæli Saddams í New York Times að hann væri enn forseti Íraks.

Öryggisverðir færa Saddam í dómsal.
Öryggisverðir færa Saddam í dómsal. AP
Íraskir öryggisverðir færa Saddam í járn eftir yfirheyrslur fyrir dómi …
Íraskir öryggisverðir færa Saddam í járn eftir yfirheyrslur fyrir dómi í dag. AP
Saddam járnaður að loknum yfirheyrslum.
Saddam járnaður að loknum yfirheyrslum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert