Byggingaframkvæmdir hófust í dag á þeim stað í New York þar sem tvíburaturnarnir svonefndu stóðu en þeir hrundu í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Skýjakljúfur sem þar mun rísa, Frelsisturninn, verður hæsta bygging heims þar sem ráðgert er að hann verði 541 meters hár fullbyggður árið 2009.
Hornsteini Frelsisturnsins, 18 tonna granítsteini, var komið fyrir á sínum stað í grunni byggingar í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Hún verður 1776 fet á hæð en það jafngildir ártalinu sem sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna miðast við.