11. september flugræningjarnir fóru um Íran

Um níu af flugræningjunum, sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001 fóru í gegnum Íran á leið sinni til Bandaríkjanna en engar vísbendingar eru um að írönsk yfirvöld hafi með neinum hætti tengst hryðjuverkaárásinni, að því er starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir.

„Við höfum engar vísbendingar um að um hafi verið að ræða einhvers konar formlegt samþykki íranskra stjórnvalda. Við höfum engar vísbendingar um að það séu formleg tengsl milli Írans og árásanna 11. september,“ sagði John McLaughlin, starfandi yfirmaður CIA, í viðtali við fréttastofu Fox í gær. DUBAI (Reuters) - An Iranian general collaborated with al Qaeda to arrange the transit through Iran of nine of the September 11 hijackers, the Arabic newspaper Arabíska blaðið Asharq al-Awsat, sem gefið er út í Lundúnum, sagði í dag að hershöfðingi í Lýðveldishernum svonefnda í Íran hafi gert samkomulag við Ayman al-Zawahri, hægri hönd Osamas bin Ladens í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, um að um 9 flugræningjanna 19, sem gerðu árásirnar, fengju að fara í gegnum Íran á leið sinni til Bandaríkjanna. Sagðist blaðið hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirmanni í Lýðveldishernum.

Íröns stjórnvöld vísa þessu á bug. Sagði Abdollah Ramazanzadeh, talsmaður Íransstjórnar, að ef blaðið hefði öruggar sannanir fyrir þessu ætti það að láta Sameinuðu þjóðirnar fá þær.

Íranar hafa viðurkennt að nokkrir hryðjuverkamannanna, sem rændu farþegaflugvélum 11. september 2001 og flugu þeim á World Trade Center og Pentagon, kynnu að hafa farið með ólögmætum hætti um Íran en segja að síðan þá hafi landamæraeftirlit verið hert. Þá segja írönsk stjórnvöld að tilraunir til að sýna fram á tengsl milli al-Qaeda og Írans séu liður í áróðursherferð vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum í nóvember, að því er segir í frétt Reuters.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert