Átta afganskir hermenn voru fyrir slysni særðir af bandarískum hermönnum á svæði þar sem talibanar hafa haldið sig, að því er varnarmálaráðuneytið greindi frá í dag. Ekki er ljóst hvort hermennirnir urðu fyrir árás af jörðu niðri eða úr lofti.
Atvikið var á þriðjudag skammt frá Deh Rawood í Uruzgan-héraði, um 400 km suðvestur af Kabúl.
Fjórir hermannanna, sem allir höfðu nýlokið þjálfun hjá Bandaríkjaher, fóru fljótlega aftur til vinnu en tveir liggja enn á sjúkrahúsi. Bandaríkjaher hefur ekki viljað tjá sig um málið.