Gífurlegur mannfjöldi í mótmælagöngu á Manhattan

Gífurlegur mannfjöldi tekur nú þátt í mótmælaaðgerðum á Manhattan vegna …
Gífurlegur mannfjöldi tekur nú þátt í mótmælaaðgerðum á Manhattan vegna flokksþings repúblikana. AP

Gífurlegur mannfjöldi hefur verið á götum Manhattan í New York í dag og tekið þátt í mótmælaaðgerðum friðar- og mannréttindasamtakanna United for Peace and Justice fyrir framan væntanlegan fundarstað flokksþings Repúblikanaflokksins, sem hefst á morgun, mánudag. Helsti skotspónn fólks í aðgerðunum er George W. Bush Bandaríkjaforseti.

Kvikmyndagerðarmaðurinn og rithöfundurinn Michael Moore og Jesse Jackson þingmaður voru í broddi fylkingar ásamt fleiri frægum persónum. Skipuleggjendur höfðu búist við um 250.000 manns en aðrir segja að tæplega 100.000 manns hafi tekið þátt.

Mótmælin eru sögð minna á mótmælaaðgerðir sjöunda áratugar síðustu aldar þar sem friðarmerkið sést víða á spjöldum og sjá má allt frá ungu fólki til virðulegra háskólakennara í hópi mótmælenda.

Michael Moore og Jesse Jackson í fararbroddi göngumanna í dag.
Michael Moore og Jesse Jackson í fararbroddi göngumanna í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert