Notting Hill-hátíðin haldin í fertugasta skipti

Skrautlegir þátttakendur í hátíðahöldunum í Notting Hill í vesturhluta Lundúna …
Skrautlegir þátttakendur í hátíðahöldunum í Notting Hill í vesturhluta Lundúna í dag. AP

Mikil hátíð stendur nú yfir í Notting Hill-hverfi Lundúna og er búist við allt að einni milljón gesta á hina þriggja daga hátíð. Er sérstaklega mikið við haft nú þar sem þetta er í fertugasta skipti sem hátíðin er haldin. Notting Hill-hátíðin er ein sú umfangsmesta í Evrópu á hverju ári en til hennar var stofnað á sínum tíma af þeldökkum Bretum í kjölfar mikilla kynþáttaóeirða þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert