Karlmenn í opinberri þjónustu í Nepal fá fæðingarorlof

Yfirvöld í Nepal hafa ákveðið að karlmenn í þjónustu ríkisins fái fæðingarorlof, en það er þó bundið við tvö fyrstu börn viðkomandi.

Fæðingarorlofið verður 11 daga leyfi á launum og segja talsmenn stjórnvalda að ráðstöfunin sé gerð til að auka velferð kvenna. Eiginmenn geti notið leyfið til að sinna þeim og börnunum.

Ákvörðunin er sögð liður í umbótum sem stjórnvöld í Nepal hafi hrundið af stað. Um er að ræða markverða breytingu í þessum heimshluta þar sem ríkisstarfsmenn hvorki í Indlandi né Pakistan njóti slíkra réttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka