Með hjólreiðarnar í blóðinu

AP

Meðlimur í kínverska söfnuðinum Jui Tui naut aðstoðar félaga sinna við að halda á reiðhjólinu sínu, enda sláin á því þrædd í gegnum kinnina á honum, á árlegri hátíð grænmetisæta í Phuket í Thaílandi í morgun. Trúarleg afneitun á kjötneyslu í Phuket á rætur að rekja til upphafs nítjándu aldar. Hátíðin hefst fyrsta kvöld níunda tunglmánaðar og stendur í níu daga. Þátttakendur gera á sig ýmis göt og þræða í þau aðskiljanlegustu hluti en með þessu leitast þeir við að losa aðra við illa anda og taka við þeim sjálfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert