Kúbuforseti handleggsbrotinn

Kastró féll í gólfið og handleggsbrotnaði.
Kastró féll í gólfið og handleggsbrotnaði.

Fídel Kastró Kúbuforseti, sem er orðinn 78 ára, datt er hann var að stíga niður af sviði í borginni Santa Clara í gær eftir að hafa haldið ræðu í tilefni af menningardeginum, sem þá var haldinn hátíðlegur á Kúbu. Kastró meiddist á hné og handleggsbrotnaði. Hann féll fyrst á hægra hnéð og mjöðm, síðan á olnboga og hendi.

Þeir sem fylgdust með ræðunni í sjónvarpi sáu ekki hvað gerðist eftir að Kastró lauk ræðunni, einungis að nokkrir öryggisvarða hans hlupu til hans, að því er virðist til að koma honum til hjálpar.

Um mínútu eftir atkvikið kom Kastró fram í sjónvarpi, kófsveittur, og bað þegna sína fyrirgefningar á þeirri „þjáningu sem þetta kann að hafa valdið. Ég get talað þó svo að þeir setji mig í gifsi og ég get haldið áfram að vinna“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka