Jose Manuel Barroso, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ítrekaði í dag að hann ætli ekki að stokka upp í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hótað því að hafna hinni nýju framkvæmdastjórn.
„Uppstokkun myndi skapa fleiri vandamál en hún leysti,“ sagði hann við Evrópuþingið í umræðum um málið sem lýkur með atkvæðagreiðslu á morgun.
Sósíalistar og aðrir á Evrópuþinginu, en 732 eiga sæti á því, hafa hótað að hafna væntanlegri framkvæmdastjórn í atkvæðagreiðslu. Sérstaklega er óánægja á þinginu með fulltrúa Ítala, Rocco Buttiglione, í stjórninni, en hann fer með dóms- og öryggismál. Buttiglione, sem er heittrúaður lýst þeirri skoðun sinni að samkynhneigð sé synd og að hlutverk kvenna sé að eignast börn.