Íranar fallast á skilyrðislaust bann

Íransstjórn staðfesti í gær, að hún hefði fallið frá þeirri kröfu, að bann við auðgun úrans yrði ekki látið ná til alls tæknibúnaðar, sem notaður hefur verið í því skyni.

"Ég get staðfest það,að við höfum afhent Alþjóðakjarnorkustofnuninni, IAEA, bréf þar sem við föllumst á, að þessi búnaður, 20 skilvindur, verði undir eftirliti stofnunarinnar," sagði Hossein Moussavian, helsti samningamaður Íransstjórnar. "Við munum ekki verða með neinar tilraunir og viljum ræða nánar við fulltrúa Breta, Frakka og Þjóðverja um framhaldið."

Áður hafði verið haft eftir erlendum sendimönnum í Vín, að Íranar hygðust draga til baka kröfu sína um að skilvindurnar yrðu undanskildar banni í gær en í dag mun stjórn IAEA, Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, koma saman í Vín til að ræða þessi mál og hugsanlegt var, að þeim yrði þá vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það hefði þá rætt um hvort beita ætti Íransstjórn refsiaðgerðum.

Krafa Írana var, að 20 skilvindur, sem notaðar eru við auðgun úrans, yrðu undanskildar banninu og sögðust þeir mundu nota þær í öðrum tilgangi. Fulltrúar Evrópuríkjanna, sem átt hafa í viðræðum við Írani, lögðu hins vegar áherslu á, að það kæmi ekki til greina.

Leynileg gangagerð

Vín, Berlín. AP, AFP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert