Sannleikurinn berskjaldaður: Flestar konur þola ekki það sem þær sjá í speglinum

Átta af hverj­um 10 kon­um á þrítugs- og fer­tugs­aldri eru svo óánægðar með lík­ama sinn að flest­um er til­hugs­un­in um að horfa á sig bera í spegli óbæri­leg. Er það niðurstaða nýrr­ar breskr­ar könn­un­ar sem gerð var meðal les­enda tíma­rits­ins Marie Claire.

Kon­urn­ar kveðast vera und­ir svo miklu áreiti til að grenn­ast vegna aug­lýs­inga þar sem við blasi sýn­ing­ar­stúlk­ur eða fræg­ar kon­ur. Mest er óánægja þeirra með mitti, læri, brjóst og bossa. Gera þær allt til þess að kom­ast hjá því að þurfa sjá sig án fata í spegli.

Könn­un­in var gerð til að leiða fram hvort eitt­hvað væri hæft í því að óánægja kvenna með lík­ama sinn gerði að verk­um að þær fæld­ust umræður um mik­il­væg heilsu­fars­mál eða fara í lækn­is­skoðun þegar vís­bend­ing­ar um sjúk­dóma segðu til sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert