Keppst við að koma aðstoð til fórnarlamba flóðbylgna á Sri Lanka

Unnið að því að flytja hrísgrjón til fórnarlamba flóðbylgnanna í …
Unnið að því að flytja hrísgrjón til fórnarlamba flóðbylgnanna í bænum Galle á Sri Lanka í dag. AP

Vörubílar og flutningavélar flytja nú mat, drykkjarvatn og sjúkragögn til hjálparmiðstöðva á Sri Lanka, en í þeim dvelst nú um ein milljón manna eftir flóðbylgjurnar sem skullu á suðurströnd landsins á sunnudag. Fregnir hafa borist af því að sumum hjálparsendingum, sem áttu að berast fórnarlömbunum, hafi verið rænt.

Vonir hafa dvínað um að fleiri finnist á lífi í landinu eftir flóðbylgjurnar en næstum 22.000 létust af völdum þeirra, samkvæmt opinberum tölum. Opinberir starfsmenn segja að enn sé verið að draga lík upp úr braki, ám og lónum.

„Stærsta vandamálið sem við horfumst í augu við nú er hvað á að gera við lík og að samræma hjálparstarf svo við náum til þeirra svæða sem verst urðu úti,“ segir Migel Beremo, yfirmaður stofnana Sameinuðu þjóðanna í Colombo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert