Staðfest að yfir 68 þúsund létu lífið

Sjálfboðaliðar brenna lík í Nagapattinam á Indlandi í morgun.
Sjálfboðaliðar brenna lík í Nagapattinam á Indlandi í morgun. AP

Nú er ljóst að 68 þúsund manns að minnsta kosti létu lífið af völdum jarðskjálftans, sem varð í Indlandshafi á sunnudagsmorgun og fljóðbylgna af völdum hans. Opinber tala látinna í Indónesíu er komin yfir 32 þúsund. Þúsundir líka liggja á ströndum við Indlandshaf og björgunarmenn reyna nú að ná til afskekktra svæða í þeirri von að finna fólk á lífi.

Að minnsta kosti 22 þúsund manns létu lífið á Sri Lanka og yfir 12.500 á Indlandi. Yfir 1500 manns létu lífið á Taílandi og 1500 er enn saknað, flestir erlendir ferðamenn. Þá létust að minnsta kosti 90 í Myanmar, 55 á Maldíveyjum, 65 í Malasíu, 2 í Bangladesh, 100 í Sómalíu, 10 í Tansaníu og 1 í Kenýa.

Skýringarmynd bandarísku haffræði- og lofthjúpsstofnunarinnar (NOAA) af skjálftanum og flóðbylgjunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert